Vond umsókn

Sigríður Á. Andersen
Sigríður Á. Andersen

„Und­an­far­in ár hafa reglu­lega borist frétt­ir af því að Evr­ópu­sam­bandið og samn­inga­nefnd Íslands hafi opnað til­tekna „kafla“ í samn­ingaviðræðum um aðild Íslands að sam­band­inu. Nú hef­ur alls 21 kafli verið opnaður af þeim 33 sem semja þarf um“, seg­ir Sig­ríður Á. And­er­sen varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Með frétt­un­um fylg­ir svo að hinn til­tekni kafli hafi þó að mestu leyti verið um mál sem Íslend­ing­ar hafi þegar „inn­leitt“ með EES-samn­ingn­um og nær eng­inn ágrein­ing­ur sé um, seg­ir varaþingmaður­inn og bæt­ir við - Hins veg­ar á enn eft­ir að opna kafla um meg­in­hags­muni Íslend­inga, líkt og sjáv­ar­út­veg.

Í grein sinni seg­ir Sig­ríður m.a.: „Áætlað hef­ur verið að aðild­ar­viðræðurn­ar muni kosta ís­lenska skatt­greiðend­ur hátt í einn millj­arð króna. Með öðrum orðum er búið að eyða mörg­um árum og enn fleiri millj­ón­um króna í samn­inga­hjal um mál sem flest eru létt­væg á meðan stóru mál­in sitja á hak­an­um. Auðvitað hefði verið eðli­legt að ákafa­menn um inn­göngu Íslands í ESB settu það sem skil­yrði í samn­ingaviðræðunum að mik­il­væg­ustu hags­mun­ir Íslend­inga yrðu rædd­ir fyrst“.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert