Eyrún verður í þriðja sæti

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir. mbl.is

Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri og oddviti í Tálknafjarðarhreppi, verður í þriðja sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi.

Kosið var milli Eyrúnar og Sigurðar Arnar Ágústssonar og Guðmundar Kjartanssonar um þriðja sætið. Eyrún fékk 173 atkvæði, Sigurður 47 atkvæði og Guðmundur 7 atkvæði.

Kosið var á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi sem haldið er í Borgarnesi. Eftir er að kjósa um fjórða sætið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka