Hanna Birna með 76% í 1. sætið

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samkvæmt fyrst tölum. Illugi Gunnarsson alþingismaður er í öðru sæti og Brynjar Níelsson í þriðja sætið.

Búið er að telja 2580 atkvæði, en 7000-8000 atkvæði voru greidd í prófkjörinu.

1. Hanna Birna Kristjánsdóttir 1975 atkvæði í 1. sæti

2. Illugi Gunnarsson 979 atkvæði í 1.-2. sæti

3. Brynjar Níelsson 1050 atkvæði í 1.-3. sæti

4. Pétur H. Blöndal 1415 atkvæði í 1.-4. sæti

5. Guðlaugur Þór Þórðarson 1223 atkvæði í 1.-5. sæti

6 . Birgir Ármannsson 1160 atkvæði í 1.-6. sæti

7. Sigríður Á Andersen 1407 atkvæði í 1.-7. sæti

8. Áslaug María Friðriksdóttir 1578 atkvæði í 1.-8. sæti

9. Elínbjörg Magnúsdóttir 1032 atkvæði í 1.-8 sæti

10. Ingibjörg Óðinsdóttir 1006 atkvæði í 1.-8 sæti

Mjög litlu munar á Brynjari, Pétri og Guðlaugi Þór í þriðja sætið. Pétur vantar 15 atkvæði til að komast upp í þriðja sætið og Guðlaug Þór vantar 104 atkvæði til að ná 3. sæti.

Litlu munar einnig á Birgi og Sigríði. Sigríði vantar 55 atkvæði til að ná 6. sætinu.

Nánar um skiptingu atkvæða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka