Haraldur náði öðru sætinu

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sigraði í kosningu um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi. Hann fékk 90 atkvæði af 229.

Kosið var á milli Bergþórs Ólasonar, Eyrúnar Ingibjörgu Sigþórsdóttur, Haraldar Benediktssonar og Sigurðar Arnar Ágústssonar sem öll óskuðu eftir að skipa annað sæti listans. Kosið var á kjördæmisþingi sem haldið er í Borgarnesi.

Haraldur fékk 90 atkvæði í annað sætið, Eyrún 73 atkvæði, Sigurður Örn 33 atkvæði og Bergþór 32 atkvæði. Einn seðill var ógildur.

Haraldur Benediktsson er bóndi á Vestri-Reyni í Innri- Akraneshreppi. Hann var árið 2004 kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. Hann er 46 ára gamall.

Einar K. Guðfinnsson var fyrr í dag sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk í síðustu alþingiskosningum tvo menn kjörna í NV-kjördæmi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert