Haraldur náði öðru sætinu

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Har­ald­ur Bene­dikts­son, formaður Bænda­sam­taka Íslands, sigraði í kosn­ingu um annað sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í NV-kjör­dæmi. Hann fékk 90 at­kvæði af 229.

Kosið var á milli Bergþórs Ólason­ar, Eyrún­ar Ingi­björgu Sigþórs­dótt­ur, Har­ald­ar Bene­dikts­son­ar og Sig­urðar Arn­ar Ágústs­son­ar sem öll óskuðu eft­ir að skipa annað sæti list­ans. Kosið var á kjör­dæm­isþingi sem haldið er í Borg­ar­nesi.

Har­ald­ur fékk 90 at­kvæði í annað sætið, Eyrún 73 at­kvæði, Sig­urður Örn 33 at­kvæði og Bergþór 32 at­kvæði. Einn seðill var ógild­ur.

Har­ald­ur Bene­dikts­son er bóndi á Vestri-Reyni í Innri- Akra­nes­hreppi. Hann var árið 2004 kjör­inn formaður Bænda­sam­taka Íslands. Hann er 46 ára gam­all.

Ein­ar K. Guðfinns­son var fyrr í dag sjálf­kjör­inn í fyrsta sæti list­ans.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk í síðustu alþing­is­kosn­ing­um tvo menn kjörna í NV-kjör­dæmi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert