Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, fékk flest atkvæði í forvali VG í Reykjavík og Svandís Svavarsdóttir menntamálaráðherra varð í öðru sæti. Björn Valur Gíslason alþingismaður endaði í sjöunda sæti listans.
1. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra fékk 547 atkvæði 1. sæti
2. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fékk 432 atkvæði 1.-2. sæti
3. Árni Þór Sigurðsson alþingismaður fékk 324 atkvæði 1.-3. sæti
4. Álfheiður Ingadóttir alþingismaður fékk 322 atkvæði 1.-4. sæti
5. Steinunn Þóra Árnadóttirr fékk 373 atkvæði 1.-5. sæti
6. Ingimar Karl Helgason fékk 363 atkvæði í 1.-6. sæti
Björn Valur Gíslason endaði í sjöunda sæti listans.
639 greiddu atkvæði í forvalinu.
Tólf tóku þátt í prófkjörinu. Vinstri grænir fengu fjóra þingmenn kjörna í Reykjavík í síðustu kosningum, Katrínu, Svandísi, Árna Þór og Álfheiði. Björn Valur var í síðustu kosningum kjörinn á þing fyrir VG í NA-kjördæmi, en hann sóttist eftir sæti á lista flokksins í Reykjavík að þessu sinni.