Píratar halda stofnfund

Frá stofnfundi Pírata sem hófst kl. 14. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir …
Frá stofnfundi Pírata sem hófst kl. 14. Þingkonan Birgitta Jónsdóttir sést hér á meðal fundargesta. mbl.is/Golli

Stofn­fund­ur Pírata stend­ur nú yfir í Grasrót­armiðstöðinni í Braut­ar­holti. Á fjórða tug manns var þar sam­an­kom­inn þegar fund­ur­inn hófst kl. 14. Þar verða grunn­gildi flokks­ins kynnt ásamt drög­um að lög­um fé­lags­ins. Þá verður kosið í fram­kvæmdaráð.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að Pírat­ar séu stjórn­mála­afl sem berj­ist fyr­ir beinu lýðræði, raun­veru­legu gegn­sæi og ábyrgð í stjórn­kerf­inu, auknu aðgengi að upp­lýs­ing­um, upp­lýs­inga­frelsi og end­ur­skoðun höf­und­ar­rétt­ar. Þá seg­ir að mik­il þörf sé á nýj­um flokki á Íslandi sem taki mið af þörf­um nú­tím­ans.

„Pira­te Party er alþjóðleg póli­tísk hreyf­ing sem var stofnuð í Svíþjóð 2006. Í dag eru pírata­hreyf­ing­ar í yfir 60 lönd­um, en flokk­ur­inn hef­ur rúm­lega 170 sveit­ar­stjórn­ar­menn, 40 þing­menn og tvo Evr­ópuþing­menn. Píratapartýið er vett­vang­ur fyr­ir alla sem vilja taka þátt í að móta sam­fé­lag sitt í raun- og net­heim­um og ræða breyt­ing­ar á frjáls­an og óheft­an hátt með aðstoð tækn­inn­ar fyr­ir opn­um tjöld­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur fram að til­lög­ur um laga­breyt­ing­ar og fram­boð til fram­kvæmdaráðs flokks­ins verða færð inn á http://​wiki.is.pira­te.is/​index.php/​Stofn­fund­ur þar sem hægt verði að kynna sér fram­bjóðend­ur til fram­kvæmdaráðs flokks­ins og efni fund­ar­ins. Hlut­verk fram­kvæmdaráðs sé að sjá um dag­leg­an rekst­ur, og er hvorki tæki til valda né upp­hefðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert