Reyndu að fá stuðning allra þingmanna

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Reynt var að fá alla þingmenn á Alþingi til þess að standa að þingsályktunartillögu um að slíta öll stjórnmálatengsl við Ísrael og banna innflutning á ísraelskum vörum sem lögð var fram í þinginu í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Þórs Saari, þingmanns Hreyfingarinnar, í kvöld.

Niðurstaðan varð hins vegar sú eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag að sex þingmenn lögðu tillöguna fram. Fyrsti flutningsmaður hennar er Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar, en aðrir flutningsmenn eru Lilja Mósesdóttir, þingmaður Samstöðu, Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Bjarkey Gunnarsdóttir, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Atli Gíslason, þingmaður utan flokka, auk Þórs.

Færsla Þórs er svohljóðandi:

„Sex þingmenn lögðu fram tillögu til þingsályktunar í dag. Reyndum að fá alla á þinginu með en . . . jæja, hvað um það. Tillagan er svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að slíta öll stjórnmálatengsl við Ísraelsríki, leggja bann við innflutningi á ísraelskum vörum og hvetja ríkisstjórnir annarra Norðurlanda til hins sama.“ Sjá nánar rökstuðninginn í greinargerð. Lifi Palestína!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert