Vilja öll jarðhitasvæði Reykjanesskaga í biðflokk

Hverir suður af Kleifarvatni.
Hverir suður af Kleifarvatni. mbl.is/Rax

Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands (NSVE) skorar á Alþingi að sýna ábyrgð gagnvart heilsu íbúa suðvesturhornsins og samþykkja breytingartillögu Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur um að öll jarðhitasvæði Reykjanesskagans í Rammaáætlun verði sett í biðflokk.  

Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í dag. Stjórn NSVE telur ekki rétt að setja nokkurt jarðhitasvæði á svæðinu í orkunýtingarflokk til gufuaflsvirkjana.

Segja samtökin, að engan veginn sé forsvaranlegt að samþykkja óbreytta þá Rammaáætlun sem nú liggur fyrir Alþingi og kveður á um allt að 16 jarðvarmavirkjanir frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Öll jarðhitasvæði Reykjanesskagans ætti því að setja a.m.k. í biðflokk, segir stjórn NSVE.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert