„Ég er ekki ómissandi“

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

„Útslit­in eru von­brigði, ég setti markið hærra og það eru alltaf von­brigði að ná ekki mark­miðum sín­um,“ seg­ir Björn Val­ur Gísla­son sem endaði í sjö­unda sæti í for­vali VG í Reykja­vík.

Þetta kem­ur fram í viðtali við Björn Val í Viku­degi. Björn Val­ur seg­ir viðbúið að það yrði snúið að koma sér fyr­ir í nýju kjör­dæmi. „Ég á ekki þétt bak­land í Reykja­vík, þ.e. hvorki fjöl­skyldu né ætt­menni sem gátu stutt mig. Ég óskaði ein­fald­lega eft­ir áliti al­mennra fé­lags­manna Vinstri grænna í Reykja­vík á störf­um mín­um og vilja til að starfa í þeirra umboði. Þeim leist ekki á það og ekk­ert við því að segja.“

Björn Val­ur seg­ir að það hafi ekki verið mis­tök að bjóða sig fram í nýju kjör­dæmi, en hann er þingmaður VG í NA-kjör­dæmi. „Nei, það voru ekki mis­tök. Ég tel að Reyk­vík­ing­ar eigi ekki að sætta sig við neitt minna en þrjá Vinstri græna þing­menn í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Að því á flokk­ur­inn að stefna í borg­inni, ekk­ert minna. Ég taldi mig geta lagt því lið en það geta líka aðrir gert og það varð niðurstaðan. Ég er ekki ómiss­andi ef ein­hver held­ur það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert