Mennirnir heilir á húfi

Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan 19 í kvöld neyðarkall frá tólf …
Landhelgisgæslunni barst rúmlega klukkan 19 í kvöld neyðarkall frá tólf metra fiskibátnum Jónínu Brynju frá Bolungarvík. mynd/Bæjarins besta

Eng­an sakaði þegar lít­ill bát­ur strandaði í klett­um við Straum­nes norðan við Aðal­vík á Vest­fjörðum í kvöld. Tveir menn voru um borð í bátn­um og bíða þeir nú eft­ir að verða sótt­ir. Björg­un­ar­sveit­ir og þyrla Land­helg­is­gæs­unn­ar eru á leiðinni.

Björg­un­ar­skip- og bát­ar Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Vest­fjörðum eru nú á leið að Straum­nesi þar sem bát­ur­inn strandaði fyrr í kvöld. Er nú verið að kanna hvernig verður staðið að björg­un mann­anna að sögn Gæsl­unn­ar.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­björg að klukk­an 18:56 hafi skip­verj­ar, sem eru tveir, sent neyðarboð og hafi nær­stödd skip þegar verið kölluð á staðinn sem og björg­un­ar­sveit­ir. Eft­ir neyðarboðin heyrðist ekk­ert frá skip­verj­un­um og var ótt­ast um af­drif þeirra. Nú fyr­ir skömmu náði eitt af aðvíf­andi skip­um sam­bandi við þá í gegn­um tal­stöð. Eru þeir stadd­ir í fjör­unni, báðir heil­ir á húfi. Bát­ur­inn mar­ar möl­brot­inn í hálfu kafi.

Fyrsta björg­un­ar­skipið er vænt­an­legt á staðinn inn­an nokk­urra mín­útna og Þyrla LHG kl. 20:45. Ef hún get­ur ekki at­hafnað sig munu björg­un­ar­sveit­ar­menn sækja menn­ina í fjör­una.

Land­helg­is­gæsl­an seg­ir að neyðarkall hafi borist frá bátn­um, sem heiti Jón­ína Brynja frá Bol­ung­ar­vík, þegar hann var staðsett­ur norðvest­ur af Straum­nesi. Stjórn­stöð Gæsl­unn­ar boðaði í fram­hald­inu út björg­un­ar­skip og báta frá Flat­eyri, Ísaf­irði, Bol­ung­ar­vík og Súg­andafirði auk þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Vegna lé­legs  fjar­skipta­sam­bands og þar sem bát­ur­inn strandaði und­ir kletta­belti náðist ekki sam­band við áhöfn­ina fyrr en um kl. 20:00. Voru þeir þá heil­ir á húfi en bát­ur­inn brot­inn í fjör­unni.

á
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert