Vatnshæð í Gígju enn að aukast

Brúin yfir Gígju er ekki í neinni hættu þó að …
Brúin yfir Gígju er ekki í neinni hættu þó að hlaup sé í ánni. mbl.is

Hlaupið úr Gígjukvísl hefur vaxið hægt en nokkuð stöðugt síðustu sólarhringana. Samkvæmt sjálfvirkum vatnshæðarmæli Veðurstofunnar hefur vatnshæðin í ánni vaxið um 80 cm á síðustu þremur dögum.

Rafleiðni í ánni er enn há, en það er merki um að hlaupvatn sé í ánni. Hlaupið kemur úr Grímsvötnum. Hlaupið er ekki stórt enda stutt síðan hljóp úr Grímsvötnum og lítið vatn í vötnunum.

Jarðskjálftamælir á Grímsfjalli sýnir ekki mikinn óróa en óróinn bendir þó til þess að vatn sé að brjóta sér leið undan jöklinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert