Ætlar að gefa kost á sér fyrir Dögun

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, mun gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is. Tilkynnt verði formlega um það innan skamms.

Hreyfingin er aðili að Dögun ásamt meðal annars Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum. Hreyfingin hefur haft þrjá fulltrúa á Alþingi, þær Margréti Tryggvadóttur og Birgittu Jónsdóttur auk Þórs.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun hefur Margrét gefið formlega kost á sér í framboð fyrir Dögun en Birgitta var hins vegar kosin formaður framkvæmdaráðs Pírata-flokksins á stofnfundi hans um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert