Eldsneytisverð lækkar

AFP

Verð á bensíni og dísil hefur lækkað í dag og undanfarna daga hjá olíufélögunum. Bensínlítrinn hefur lækkað um rúmar tvær krónur og lítrinn af dísil um eina krónu.

Samkvæmt vefnum GSM bensín er bensínlítrinn ódýrastur hjá Orkunni, 249,30 krónur, en dýrastur hjá Skeljungi, 253,90 krónur. Dísillítrinn er einnig ódýrastur hjá Orkunni, 259,40 krónur, en dýrastur hjá Skeljungi á 260,70 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert