Gamlir karlar og ungar mæður

Lífslíkur íslenskra karla eru þær hæstu á Norðurlöndunum, en þær …
Lífslíkur íslenskra karla eru þær hæstu á Norðurlöndunum, en þær eru 79,9 ár hér á landi. Karen Beate Nøsterud - norden.org

Lífslíkur íslenskra karla eru 79,9 ár, þær hæstu á Norðurlöndunum. Lífslíkur íslenskra kvenna eru 83,6 ár.

Færeyskar konur verða allra kvenna elstar á Norðurlöndunum, lífslíkur þeirra eru 84,9 ár. Í byrjun sjöunda áratugarins gátu norrænar konur vænst þess að verða 74 ára gamlar að meðaltali.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í Norrænum hagtölum 2012.

Íslenskar konur eignast næstflest börn allra norrænna kvenna, að meðaltali 2,017 börn. Einungis færeyskar konur eru frjósamari og eignast að meðaltali 2,265 börn.

Algengasti aldur kvenna á Norðurlöndum til að eignast börn er 30-34 ára. Algengasti aldurinn hér á landi er aftur á móti 25-29 ára og einnig eru barneignir kvenna 19 ára og yngri talsvert algengari hér en á hinum Norðurlöndunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert