Gefa kost á sér fyrir Dögun

Margrét Tryggvadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.
Margrét Tryggvadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson. mbl.is

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son sölu­stjóri og Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, hafa ákveðið að gefa kost á sér í fram­boð fyr­ir Dög­un vegna þing­kosn­ing­anna á næsta ári.

„Ragn­ar Þór hef­ur bar­ist fyr­ir rétt­ind­um líf­eyr­isþega og launa­fólks í stjórn VR og bauð sig fram gegn sitj­andi for­seta ASÍ í ný­af­stöðnum kosn­ing­um. Hann hef­ur einnig verið öfl­ug­ur í bar­átt­unni fyr­ir sann­girni í lána­mál­um heim­il­anna og end­ur­skoðun líf­eyr­is- og al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins. Ragn­ar starfar sem sölu­stjóri hjá Ern­in­um og hef­ur starfað þar síðan 1992,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Enn­frem­ur seg­ir að hann telji að full­reynt sé að treysta fjór­flokkn­um fyr­ir sann­gjarnri skipt­ingu líf­gæða á Íslandi og sjái sig því knú­inn til þess „að taka slag­inn gegn brenglaðri sýn stjórn­valda“ á þann mikla vanda sem þjóðin sé í.

„Mar­grét er alþing­ismaður og öfl­ug­ur talsmaður skuld­settra heim­ila. Hún hef­ur auk þess beitt sér fyr­ir nýrri stjórn­ar­skrá og öðrum lýðræðis­um­bót­um, bætt­um vinnu­brögðum og stjórn­mála­menn­ingu. Mar­grét er bók­mennta­fræðing­ur og starfaði áður sem rit­stjóri, barna­bóka­höf­und­ur, þýðandi og texta­smiður,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að hún ætli að halda áfram að gera sitt allra besta fyr­ir fólkið í land­inu. Hún hafi fundið á eig­in skinni fyr­ir órétt­læt­inu og eigna­til­færsl­unni og skilji því vel stöðu „sjálf­hverfu kyn­slóðar­inn­ar“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert