Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu

Hanna Birna kristjánsdóttir
Hanna Birna kristjánsdóttir mbl.is

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir úti­lok­ar ekki að gefa kost á sér til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um síðar meir en að svo komnu máli ætl­ar hún að ein­beita sér að því ná sigri flokks­ins í höfuðborg­inni og seg­ist virða niður­stöðu síðasta lands­fund­ar.

Hanna Birna hreppti fyrsta sætið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík sem fram fór um helg­ina og hlaut þar mikla yf­ir­burðakosn­ingu, með 74% at­kvæða. Ýmsir hafa sagt af­ger­andi sig­ur henn­ar veikja stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar sem formaður, en hann naut um 54% stuðnings í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Krag­an­um. 

Aðspurð hvort hún muni bjóðast aft­ur til að leiða flokk­inn í ljósi úr­slita helgar­inn­ar seg­ist Hanna Birna ekki úti­loka að gefa kost á sér til for­mennsku á ein­hverj­um tíma­punkti en hún hafi þegar gefið kost á sér sem val­mögu­leika við Bjarna. „Það fram­boð var ein­göngu til að gefa lands­fundi val um hver leiddi flokk­inn í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. Þrátt fyr­ir að ég fengi mik­inn stuðning þá var niðurstaðan sú að formaður­inn náði end­ur­kjöri.“

Hanna Birna seg­ist virða þá niður­stöðu lands­fund­ar. „Bjarni Bene­dikts­son ætl­ar að gefa kost á sér aft­ur sem formaður á næsta lands­fundi og þann fund munu að mestu skipa sömu ein­stak­ling­ar og veittu hon­um umboð til for­ystu síðast.

Frek­ar en að fara aft­ur fram gegn sitj­andi for­manni mun ég beita öll­um mín­um kröf­um í að leiða okk­ur til sig­urs hér í höfuðborg­inni. En breyt­ist for­send­ur síðar mun ég ekki skor­ast und­an ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert