„Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Vilji Íslend­inga, sem hafa yf­ir­leitt haft efa­semd­ir um Evr­ópu­sam­bandið, var mik­ill til þess að ganga í sam­bandið á þeim tíma. Nú ræður hræðslan við Evr­ópu ríkj­um á nýj­an leik, sér­stak­lega þegar kem­ur að sjáv­ar­út­vegs­mál­un­um okk­ar. Samt sem áður höf­um við alls ekk­ert rætt við Brus­sel enn um ná­kvæm­lega þá kafla sem fjalla um sjáv­ar­út­veg og mat­væla­ör­yggi. Fyr­ir mig per­sónu­lega eru það mik­il von­brigði.“

Þetta er haft eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á frétta­vef þýska tíma­rits­ins Spieg­el í dag en hann er þar spurður að því hvernig staðan sé varðandi um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið en ís­lensk stjórn­völd hafi eft­ir banka­hrunið viljað leiða Ísland eins fljótt og hægt væri inn í sam­bandið og inn á evru­svæðið.

Enn­frem­ur er rætt við Stein­grím um stöðu efna­hags­mála á Íslandi og hvernig rík­is­stjórn lands­ins hafi tekið á þeim í kjöl­far hruns­ins. „Við höf­um ekki náð tak­marki okk­ar enn en við erum á réttri leið,“ seg­ir hann og bend­ir á að gert sé ráð fyr­ir 2,7% hag­vexti á þessu ári og 3% á næsta ári. At­vinnu­leysi fari minnk­andi en það sem mestu máli skipti sé að fjár­laga­hall­inn hafi minnkað.

Skipti máli að bregðast strax við vand­an­um

„Við ætl­um ekki að halda því fram við Evr­ópu að við höf­um fundið lækn­ingu alls. En miklu máli skipti að við biðum ekki held­ur brugðumst strax við ein­kenn­um erfiðleik­anna. Til þess að draga úr fjár­laga­hall­an­um varð ekki kom­ist hjá því að hækka skatta en einnig var nauðsyn­legt að grípa til sparnaðar. Við þurf­um blöndu af hvoru tveggja og sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að viðhalda vel­ferðar­kerf­inu okk­ar,“ seg­ir Stein­grím­ur spurður hvað önn­ur Evr­ópu­ríki geti lært af Íslend­ing­um.

Spurður hvaða ráð hann hafi fyr­ir ríki sem glími við efna­hagserfiðleika eins og Grikk­land seg­ir Stein­grím­ur að það sem mestu máli skipti sé að tryggja fé­lags­legt ör­yggi. Þá verði að verja miðstétt­ina og lág­stétt­ina fyr­ir aðhaldsaðgerðum. Einnig þurfi að viðhalda kaup­mætti þess­ara stétta til þess að neysla þeirra geti hleypt nýju lífi í hag­kerfið. „Gjarn­an er horft fram­hjá þessu á alþjóðavett­vangi.“

Viðtal Spieg­el við Stein­grím J. Sig­fús­son

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert