Þungar áhyggjur uppi

Inn­an verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar eru uppi þung­ar áhyggj­ur af þróun efna­hags­mála og kaup­mátt­ar hér á landi. Þetta kom m.a. skýrt fram á sam­bands­stjórn­ar­fundi Samiðnar sl. föstu­dag. Þar var rætt um hvað gera skyldi þegar kjara­samn­ing­ar koma til end­ur­skoðunar eft­ir ára­mót.

Ljóst er orðið að for­send­ur samn­ing­anna eru brostn­ar en óvissa er um hvort reynt verði að ná fram kjara­bót­um við end­ur­skoðun samn­inga eða hvort virkja eigi upp­sagn­ar­á­kvæði þeirra. Upp­sögn hefði hins veg­ar í för með sér að ekk­ert yrði af 3,25% al­mennri launa­hækk­un sem samn­ing­arn­ir kveða á um 1. fe­brú­ar nk.

„Menn hafa áhyggj­ur af efna­hags­ástand­inu og hvernig farið hef­ur með efnd­ir kjara­samn­inga. Miðstjórn­inni, sem jafn­framt er samn­inga­nefnd fé­lags­ins, var falið að reyna að berja í brest­ina eins og mögu­legt væri og nýta tím­ann fram að ákvörðun en hún verður síðan tek­in þegar fyr­ir ligg­ur hvernig okk­ur hef­ur gengið að fá inn í samn­ing­ana. Við þurf­um að auka kaup­mátt með ein­hverj­um leiðum,“ seg­ir Finn­björn Her­manns­son, formaður Samiðnar, í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert