400 milljónir í sóknaráætlun 2013

Ríkisstjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti framlög til sóknaráætlunar landshluta 2013.
Ríkisstjórnin afgreiddi fyrir sitt leiti framlög til sóknaráætlunar landshluta 2013. mbl.is/Hjörtur

Skipt­ing fram­laga til sókn­aráætl­un­ar Íslands var af­greidd á fundi rík­is­stjórn­ar Íslands í morg­un vegna árs­ins 2013. Alls er um að ræða út­hlut­un á 400 millj­ón­um króna sem skipt­ist á átta lands­hluta.

„Um er að ræða fé sem ætlað er að full­reyna það skipu­lag og vinnu­lag sem stýr­in­et allra ráðuneyta í sam­vinnu við Sam­band  ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga hafa unnið sam­eig­in­lega að síðustu tvö ár.

Fjár­magnið er hluti af fjár­fest­inga­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og kem­ur úr veiðileyf­a­gjald­inu. Sókn­aráætlan­ir lands­hluta byggj­ast á nýju verklagi og er ætlað að skapa traust­an vett­vang fyr­ir sam­skipti rík­is og lands­hluta og er ný nálg­un í svæðasam­vinnu og byggðaþróun sem nær til alls lands­ins,“ seg­ir í frétt á vef Stjórn­ar­ráðs Íslands um málið.

Höfuðborg­ar­svæðið mest og Aust­ur­land minnst

Vest­ur­land fær í heild­ina 45,9 millj­ón­ir eða 11,5%. Vest­f­irðir fá 50,3 millj­ón­ir eða 12,6%. Norður­land vestra fær 45,3 millj­ón­ir eða 10,8%. Norður­land eystra fær 50,6 millj­ón­ir eða 12,6%. Aust­ur­land fær 35,5 millj­ón­ir eða 8,9%. Suður­land fær 52,9 millj­ón­ir eða 13,2%. Suður­nes fá 45,3 millj­ón­ir eða 11,3% og höfuðborg­ar­svæðið fær 76,1 millj­ón eða 19%

Í frétt um málið á vef stjórn­ar­ráðsins má finna frek­ari upp­lýs­ing­ar um for­send­ur skipt­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert