Fresta ber fjárveitingum til Álftanesvegar

Frá Gálgahrauni.
Frá Gálgahrauni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Stjórn Landverndar tekur undir áskorun aðalfundar Hraunavina, félags áhugamanna um byggðaþróun og umhverfisvernd í Álftaneshreppi hinum forna, til Alþingis Íslendinga, um að fresta fjárveitingu til lagningar nýs Álftanesvegar eftir endilöngu Gálgahrauni.

 Í tilkynningu frá stjórn Landverndar segir að Gálgahraun sé á náttúruminjaskrá og eina óraskaða apalhraunið sem eftir sé á höfuðborgarsvæðinu. „Á síðustu áratugum hafa rannsóknir á sviði umhverfissálfræði sýnt fram á mikilvægi óraskaðs og náttúrulegs umhverfis fyrir viðhald góðs sálarlífs. Verðmæti á borð við þau sem felast í óröskuðu Gálgahrauni eru því afar mikilvæg, ekki síst í ljósi staðsetningar svo nálægt þéttbýli, enda sækja margir þangað í hugarró frá amstri hverdagsins,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert