Pólitík að baki takmörkun heimilda

Þrengt er að rannsóknarheimildum lögreglu.
Þrengt er að rannsóknarheimildum lögreglu. Brynjar Gauti

Helst verður ráðið að frum­varp inn­an­rík­is­ráðherra um breyt­ingu á heim­ild­um lög­reglu til síma­hlust­ana sé fyrst og fremst póli­tískt og end­ur­spegli að nokkru sjón­ar­mið þeirra sem talað hafa fyr­ir því að þrengja rann­sókn­ar­heim­ild­ir lög­reglu með friðhelgi einka­lífs að leiðarljósi. Þetta seg­ir í um­sögn Ákær­enda­fé­lags Íslands um frum­varpið.

„Þrátt fyr­ir að frum­varpið láti ekki mikið yfir sér er um að ræða mjög mikla breyt­ingu á nú­gild­andi heim­ild­um lög­reglu til síma­hlust­ana og skyldra rann­sókn­araðgerða. Þess hátt­ar rann­sókn­araðgerðir skipta oft mjög miklu máli við rann­sókn­ir al­var­legra saka­mála, t.d. stórra fíkni­efna­mála,“ seg­ir í um­sögn­inni sem Jón H.B. Snorra­son, formaður Ákær­enda­fé­lags­ins, skrif­ar und­ir. 

Þær aðgerðir sem átt er við auk sím­hlust­ana eru upp­taka á hljóðum og merkj­um, taka ljós­mynda og kvik­mynda, og notk­un eft­ir­far­ar­búnaðar.

Þá seg­ir að það skjóti skökku við að á sama tíma og talað sé fyr­ir því að styrkja lög­regl­una í bar­átt­unni við skipu­lagða glæp­a­starf­semi eða til að koma í veg fyr­ir fíkni­efnainn­flutn­ing sem mik­il vá stafi af og fari vax­andi í sam­fé­lag­inu skuli komið fram með frum­varp sem feli í raun í sér að mjög verði þrengt að rann­sókn­ar­heim­ild­um lög­regl­unn­ar. „Verður helst ráðið að unnið hafi verið að mál­inu af flýti eða sam­kvæmt fyr­ir­fram ákveðnum for­send­um og ekki hafi staðið til að gæta sam­ráðs við und­ir­stofn­an­ir og þá sér­fræðinga sem starfa inn­an lög­reglu og ákæru­valds og þekk­ingu hafa á mál­efn­inu.“

Ákær­anda­fé­lagið tel­ur að verði frum­varpið að óbreyttu að lög­um þá séu all­ar lík­ur á því að dóm­stól­ar muni beita mjög ströng­um mæli­kv­arða þegar kem­ur að mati á skil­yrðum síma­hlust­un­ar og skyld­um rann­sóknar­úr­ræðum. „Orðalag frum­varps­ins skír­skot­ar bein­lín­is til þess að al­manna­hags­mun­ir eða einka­hags­mun­ir verði að vera „rík­ir“ til viðbót­ar við önn­ur ströng efn­is­leg skil­yrði. Það verður að telja að með þessu áherslu orðalagi sé gengið allt of langt að teknu til­liti til þess að um er að ræða viðbót­ar­skil­yrði við önn­ur þröng efn­is­leg skil­yrði fyr­ir beit­ingu úrræðanna.“

Frum­varp inn­an­rík­is­ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert