Vinnubúðir ekki teknar með aðfarargerð

Vinnubúðirnar í Reyðarfirði.
Vinnubúðirnar í Reyðarfirði. mbl.is/GSH

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur hafnað kröfu eign­ar­halds­fé­lags um að til­tek­inn hluti af vinnu­búðum staðsett­um á Hrauni í Reyðarf­irði verði tek­inn með beinni aðfar­ar­gerð úr umráðum ann­ars eign­ar­halds­fé­lags.

Dóm­ur­inn sagði ekki annað séð af gögn­um máls­ins en að þar til bær­ir aðilar hefðu skuld­bundið Ástjörn ehf. við kaup og sölu á vinnu­búðunum. Í kaup­samn­ingi 10. apríl 2011, þar sem Ástjörn sel­ur Vista ehf. vinnu­búðir, er sér­stak­lega tekið fram að und­an­skild­ar séu 52 ein­ing­ar sem hafi verið búið að selja, til Gunnþórs ehf., gerðarbeiðanda í mál­inu. Samn­ing­ur sem Vista ehf. gerði svo við Stracta Konstrukti­on ehf., gerðarþola í mál­inu, um kaup á vinnu­búðum var hins veg­ar ekki lagður fram í mál­inu, og vitni ekki komið fyr­ir dóm þar sem um aðfar­ar­mál er að ræða. Því sé ekki hægt að staðhæfa um það hvort Stracta Konstrukti­on hafi vitað af kaup­samn­ingi Ástjarn­ar ehf. við Gunnþór.

Stracta Konstrukti­on byggði á því að Ástjörn ehf. hefði verið óheim­ilt að selja gerðarbeiðanda hluta af vinnu­búðunum þar sem það hefði verið skil­yrði og for­send­ur í kaup­samn­ingn­um við Alcoa Fjarðaál sf. frá 27. apríl 2012 að eign­irn­ar væru seld­ar í einu lagi, vegna kvaða um frá­gang á svæðinu og banka­ábyrgðar sem kaup­andi hefði þurft að leggja fram og Stracta Konstrukti­on hefðu tekið á sig.

„Að mati dóms­ins á þessi máls­ástæða sér nokkra stoð í gögn­um máls­ins, en í fram­an­greind­um kaup­samn­ingi við Alcoa Fjarðaál sf. er sú kvöð lögð á selj­anda og kaup­anda í 17. gr. að þeir mega ekki fram­selja nein rétt­indi sam­kvæmt samn­ingn­um nema með skrif­legu samþykki samn­ingsaðila síns. Að þessu virtu og í ljósi þess að ekki er unnt að leysa úr ágrein­ingi aðila um túlk­un samn­ings­ins í aðfar­ar­máli, þar sem vitni koma ekki fyr­ir dóm sem geta varpað ljósi á t.d. for­send­ur og ástæður sem liggja að baki um­rædd­um samn­ings­ákvæðum, þykir var­huga­vert að gerðin nái fram að ganga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert