Eðlilegra ef þingforseti hefði óskað eftir áliti

Stjórnlagaráð á fundi.
Stjórnlagaráð á fundi. mbl.is/Golli

„Mér finnst að í ljósi þess að forseta Alþingis var afhent tillaga stjórnlagaráðs hefði í þessu tilviki verið eðlilegt að forseti hefði, áður en málið var lagt fram, sent erindi fyrir hönd þingsins til Feneyjanefndarinnar.“

Þetta segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, spurð hvort hún telji að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafi verið rétti aðilinn til að óska eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár.

Þá segir Ólöf í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að þegar Finnar óskuðu eftir áliti nefndarinnar á sinni stjórnarskrá fyrir nokkrum árum hafi það verið gert af hálfu finnska dómsmálaráðuneytisins.

Að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, var eðlilegast að hún sendi bréfið til Feneyjanefndarinnar enda sé það meirihluti nefndarinnar sem leggi frumvarpið fram en ekki ríkisstjórnin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert