Fjárhagsáætlun Kópavogs samþykkt

Frá Kópavogi.
Frá Kópavogi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2013 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld með sex atkvæðum meirihlutans. Fjórir sátu hjá og einn var á móti.

Á framkvæmdaáætlun Kópavogsbæjar á næsta ári er m.a. nýr leikskóli í Austurkór, sambýli fatlaðra í Austurkór, hjúkrunarheimili í Boðaþingi, reiðskemma á Kjóavöllum, skólastofur fyrir Hörðuvallaskóla í Kórnum ásamt fleiri verkefnum.

Fulltrúar Samfylkingar og VG í minnihluta bæjarstjórnar Kópavogs bókuðu mótmæli sín við áherslum meirihlutans og sögðu forgangsröðunina kolranga. Kostnaðurinn væri sóttur í vasa barnafólks.

Í bókun meirihluta Y-lista, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að vel gangi að lækka skuldir bæjarins og að innan örfárra ára verði skuldahlutfall bæjarins komið niður fyrir 150%. Fjárhagsáætlunin sýni mikið aðhald í rekstri en á sama tíma sé haldið uppi öflugu þjónustustigi. Hagur barnafjölskyldna sé hafður að leiðarljósi og breytingar á þjónustugjöldum séu í takti við almennar verðlagsbreytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert