Hagfræðingur ASÍ: Mikil vonbrigði

Dagvara hefur hækkað undanfarið.
Dagvara hefur hækkað undanfarið. mbl.is

„Auðvitað eru þetta mik­il von­brigði. Verðbólg­an er kom­in í 4,5%. Það þýðir að verið er að rýra kaup­mátt heim­il­anna og þetta hef­ur líka um­tals­verð áhrif á skuld­ir fólks,“ seg­ir Ólaf­ur Darri Andra­son, deild­ar­stjóri hag­deild­ar Alþýðusam­bands Íslands, um hækk­un á  vísi­tölu neyslu­verðs í nóv­em­ber frá fyrri mánuði.

„Þetta er í efri kant­in­um miðað við það sem hafði verið spáð,“ seg­ir Ólaf­ur Darri.

„En ef horft er til þess sem er und­ir­liggj­andi, þá skýr­ir veik staða krón­unn­ar hækk­an­irn­ar liðið ár að mjög stór­um hluta. Á meðan við náum eng­um tök­um á geng­inu, þá er hætt við að staðan verði áfram slæm.“

Sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands, sem birt­ar voru í morg­un, hækkaði vísi­tala neyslu­verðs miðuð við verðlag í nóv­em­ber 2012 um 0,32% frá fyrra mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis er 383,5 stig og hækkaði um 0,37% frá októ­ber. Verð á bens­íni og díselol­íu lækkaði um 2,9% (vísi­tölu­áhrif eru -0,17%), verð á dag­vör­um hækkaði um 0,8% (0,13% vísi­tölu­áhrif) og verð á flug­far­gjöld­um til út­landa hækkaði um 8,3% (0,13% vísi­tölu­áhrif). 

Vísi­tala neyslu­verðs er nú  402,0 stig (maí 1988=100) og án hús­næðis er hún 383,5 stig.

Erfitt að nefna ein­stak­ar skýr­ing­ar, fyr­ir utan krónu 

„Dagvar­an er að hækka mest og svo er þessi mikla hækk­un á flug­far­gjöld­um. Það er erfitt að nefna ein­stak­ar skýr­ing­ar á þessu, fyr­ir utan stöðu krón­unn­ar, því það virðist vera nokkuð dreift hvað það er sem hækk­ar. Hvort um er að ræða inn­lend áhrif, eða óbein er­lend áhrif; það er erfitt að segja,“ seg­ir Ólaf­ur Darri. Þetta gætu einnig verið markaðsaðstæður.

„Ann­ars væri fróðlegt að heyra skýr­ing­ar versl­ana. Eru smá­sal­ar að hækka verð sín eða eru það heild­sal­ar?“

Á vefsíðu ASÍ seg­ir að at­hygli­vert sé að skoða hvaða liðir vístöl­unn­ar hafi hækkað mest síðastliðna 12 mánuði. Bú­vör­ur án græn­met­is hafa hækkað um 6,4%, græn­meti um 11,8%, aðrar inn­lend­ar mat­ar- og drykkjar­vör­ur um 6,6%, inn­flutt­ar mat- og drykkjar­vör­ur án græn­met­is um 7,0%, bens­ín um 9,0% og op­in­ber þjón­usta um 9,3%.

Frétt mbl.is: Verðbólg­an 4,5%

Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ.
Ólaf­ur Darri Andra­son, deild­ar­stjóri hag­deild­ar ASÍ. Þorkell Þorkels­son
Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Flugfargjöld hafa hækkað um 8,3% undanfarinn …
Frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Flug­far­gjöld hafa hækkað um 8,3% und­an­far­inn mánuð. mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka