Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

Merki EFTA-dómstólsins.
Merki EFTA-dómstólsins.

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn í tveimur málum. Málin varða tvær tilskipanir sem ekki hafa verið innleiddar á Íslandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni frá eftirlitsstofnuninni segir að Íslandi hafi borið að innleiða báðar tilskipanirnar fyrir 1. nóvember 2011.

  • Tilskipun 2008/48/EB varðar lánasamninga fyrir neytendur.
    Tilskipunin tekur t.d. til auglýsinga og staðlaðra upplýsinga sem veita þarf neytendum og er þar af leiðandi mikilvæg fyrir neytendavernd. Tilskipunin gegnir einnig mikilvægu hlutverki í samræmingu rammalöggjafar EES-réttar og styrkingu innri markaðarins varðandi neytendalán. Tilskipunin gildir um neytendalán að upphæð milli 200 evra og 75 000 evra. Húsnæðislán og lán tengd kaup á landi eða fasteign eru undanskilin gildissviði tilskipunarinnar.
  • Tilskipun 90/167/EBE varðar undirbúning, markaðssetningu og notkun á lyfjablönduðu fóðri.
    Lyfjablandað fóður er dýrafóður sem hefur verið bætt með lyfjum, t.d. sýklalyfjum og mótefnum. Sú aðferð að bæta lyfjum við dýrafóður getur verið hagnýt leið til að stjórna lyfjagjöf dýra. Slík lyfjagjöf þarf engu að síður að vera í samræmi við reglur um dýralyf. Reglurnar eru mikilvægar til að tryggja að leifar lyfjanna sé ekki að finna í kjöti sem ætlað er til manneldis.

Þar sem Ísland tók ekki til fullnægjandi aðgerða til að innleiða tilskipanirnar eftir að ESA
gaf út ráðgefandi álit í júní og júlí 2012, mun málunum nú verða stefnt fyrir dómstólinn, segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert