Útgefnum vegabréfum fjölgar um 26,8%

Í október 2012 voru gefin út 3.365 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 2.653 vegabréf í október 2011. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 26,8% milli ára. Þetta kemur fram í upplýsingum Þjóðskrár.

Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokkurra annarra skilríkja. 23. maí 2006 styttist gildistími almennra vegabréfa úr 10 árum í 5 ár þegar að örgjörva var bætt í vegabréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka