Meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að sett verði inn í fjárlagafrumvarpið heimild til fjármálaráðherra að ganga til samninga við Reykjavíkurborg um sölu á hluta af eða öllu því landi ríkisins við Reykjavíkurflugvöll sem er fyrir utan flugvallargirðingu.
Flugvallarsvæðið er alls 139,6 ha að stærð. Lóðir Hótels Loftleiða og Flugmálastjórnar eru innan þess, 5,7 ha að stærð. Nettóstærð flugvallarsvæðisins er því 133,9 ha. Reykjavíkurborg á um 79,1 ha, eða 59,1% af svæðinu, og ríkið um 54,8 ha, eða 40,9%.