Enginn gat stýrt fundi Alþingis

mbl.is/Hjörtur

Fresta varð þingfundi á Alþingi um klukkan fimm þegar í ljós kom að enginn þingforseti var á staðnum til þess að stýra þingfundinum. Sjö þingmenn sitja í forsætisnefnd, forseti Alþingis og sex varaforsetar, og hafa einkum með höndum það hlutverk.

Þingfundur er nú hafinn að nýju undir stjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta þingsins.

„Alþingi varð óstarfhæft áðan og þingfundi (umræðu um fjárlög) var frestað fyrirvaralaust vegna þess að ekki var neinn úr forsætisnefnd í húsi til að stýra fundi. Þetta er fólkið sem fær 15% álag á launin vegna viðveruskyldu vegna setu í forsætisnefnd og vegna titilsins varaforseti Alþingis. Lifi Alþingi segi ég nú bara. Eins gott að það eru að koma kosningar,“ sagði Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, á facebooksíðu sinni af þessu tilefni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert