Gísli áfram í embætti að sinni

Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda en hyggst freista þess að …
Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda en hyggst freista þess að ná sæti á Alþingi. Sverrir Vilhelmsson

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort Gísli Tryggva­son mun segja af sér embætti tals­manns neyt­enda eft­ir að til­kynnt var um fram­boð hans til alþing­is­kosn­inga fyr­ir Dög­un í dag. Hann hyggst bíða með ákvörðun þar til Dög­un hef­ur stillt upp sín­um list­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar.

Fram kom í frétta­til­kynn­ingu frá Dög­un í dag að Gísli hygðist bjóða sig fram fyr­ir flokk­inn ásamt Lýði Árna­syni.

„Ekki er end­an­lega búið að ákveða hvort og hvar ég verð á lista þar sem Dög­un still­ir vænt­an­lega upp list­um sín­um eft­ir ára­mót. Ætli ég bíði ekki með að svara því hvort ég muni halda áfram í embætti þar til það er ljóst hvort ég hlýt náð fyr­ir aug­um upp­still­ing­ar­nefnd­ar,“ seg­ir Gísli. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert