Gísli áfram í embætti að sinni

Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda en hyggst freista þess að …
Gísli Tryggvason er talsmaður neytenda en hyggst freista þess að ná sæti á Alþingi. Sverrir Vilhelmsson

Ekki liggur fyrir hvort Gísli Tryggvason mun segja af sér embætti talsmanns neytenda eftir að tilkynnt var um framboð hans til alþingiskosninga fyrir Dögun í dag. Hann hyggst bíða með ákvörðun þar til Dögun hefur stillt upp sínum listum fyrir kosningarnar.

Fram kom í fréttatilkynningu frá Dögun í dag að Gísli hygðist bjóða sig fram fyrir flokkinn ásamt Lýði Árnasyni.

„Ekki er endanlega búið að ákveða hvort og hvar ég verð á lista þar sem Dögun stillir væntanlega upp listum sínum eftir áramót. Ætli ég bíði ekki með að svara því hvort ég muni halda áfram í embætti þar til það er ljóst hvort ég hlýt náð fyrir augum uppstillingarnefndar,“ segir Gísli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert