Neftóbaksgjald verður tvöfaldað

ÁTVR hefur lengi framleitt neftóbak.
ÁTVR hefur lengi framleitt neftóbak.

Tób­aks­gjald verður hækkað um 15% um­fram verðlag, eða um það bil um 20%, á ár­inu 2013, sam­kvæmt til­lög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í frum­varpi um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um, svo kölluðum bandormi. Einnig er lögð til tvö­föld­un á gjaldi af neftób­aki.

Í for­send­um fjár­laga­frum­varps­ins fyr­ir næsta ár er gert ráð fyr­ir sér­stök­um aðgerðum á tekju­hlið sem sam­tals eiga að skila 8,4 millj­örðum króna. Hækk­un tób­aks­gjalds­ins er þar á meðal.

Í fylgiskjali með frum­varp­inu seg­ir að nú­ver­andi gjald á neftób­aki þyki óeðli­lega lágt miðað við annað tób­ak og það hafi leitt af sér aukna neyslu hér­lend­is. Gert er ráð fyr­ir því að hækk­un á gjaldi af tób­aki og neftób­aki skili rík­is­sjóði um 1 millj­arði króna í aukn­um tekj­um.

Meðal annarra aðgerða sem skila eiga rík­inu aukn­um tekj­um er um­deild hækk­un á virðis­auka­skatti á gistiþjón­ustu, úr 7% í 14%. Einnig er lagt til að dregið verði úr þeim af­slætti sem bíla­leig­ur hafa notið af al­mennu vöru­gjaldi á öku­tæki. Gert er ráð fyr­ir að sú breyt­ing skili rík­is­sjóði 0,5 millj­örðum króna.

Stjórn­völd hafa einnig uppi áform um að bæta skatt­skil, jafnt ein­stak­linga sem fyr­ir­tækja, sem kost­ur er. Þetta verður gert með hert­um aðgerðum skatta­yf­ir­valda og inn­heimtu­manna rík­is­sjóðs á kom­andi mánuðum og árum. Tel­ur rík­is­stjórn­in að þess­ar aðgerðir skili rík­is­sjóði 500-600 millj­ón­um króna í viðbót­ar­tekj­um á næsta ári.

Þá er lagt til að al­mennt trygg­inga­gjald hækki um 0,3% og al­menn­ur fjár­sýslu­skatt­ur hækki úr 5,45% í 6,75%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert