Þingflokksfundir Samfylkingar og Vinstri-grænna hófust kl. 19 í kvöld. Ekki fékkst uppgefin endanleg dagskrá fundarins, en Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði að kvótafrumvarpið yrði rætt þegar hún var spurð hvort búið væri að ná samkomulagi um afgreiðslu þess. Hún sagðist þó ekki hafa séð tillögur um lausn en hún væri að fara að sjá þær tillögur, til þess væri fundurinn.