Samherji greiðir 370.000 kr. launauppbót

Vilhelm Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja, hálffalinn í frostþoku á Akureyri.
Vilhelm Þorsteinsson EA, frystitogari Samherja, hálffalinn í frostþoku á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Starfs­fólk Sam­herja fær greidda út 378 þúsund króna launa­upp­bót nú í des­em­ber, til viðbót­ar um­sam­inni 50 þúsund króna des­em­berupp­bót. Í frétt á síðu fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir að í maí hafi Sam­herji greitt auka­lega 72 þúsund krón­ur í or­lof­s­upp­bót til starfs­manna. Fyr­ir­tækið greiði því 450 þúsund á hvern starfs­mann um­fram kjara­samn­inga á ár­inu.

„Rekst­ur land­vinnslu okk­ar gekk vel á ár­inu og starfs­fólk hef­ur enn á ný skilað góðu verki,“ seg­ir í skila­boðum frá Þor­steini Má Bald­vins­syni og Kristjáni Vil­helms­syni á heimasíðu Sam­herja. Þeir segja jafn­framt að ljóst sé að ástand á mörkuðum hafi þyngst veru­lega und­an­farið og verð afurða sé und­ir mikl­um þrýst­ingi.

„Því miður hef­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn áfram þurft að eyða orku í deil­ur inn­an­lands um at­vinnu­grein­ina, sem eru eng­um til fram­drátt­ar og er mál að linni. Við erum stolt­ir og glaðir að geta umb­unað starfs­fólki okk­ar með þess­um hætti nú.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert