Sjö ára fangelsi fyrir barnaníð

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Ernir Eyjólfsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sjö ára fangelsi fyrir barnaníð. Maðurinn var sakfelldur fyrir alvarleg kynferðisbrot gegn tveimur börnum sem stóðu yfir í langan tíma, og hafa brotin haft alvarleg áhrif á líf þeirra. Þeim eru dæmdar þrjár milljónir kr. og 1,6 milljónir í bætur.

Maðurinn var ákærður og sakfelldur fyrir að hafa brotið gegn annarri stúlkunni á árunum 1998-2002 á heimili sínu en hún var þá 12-15 ára. Hann hafði við stúlkuna samræði og önnur kynferðismök, meðal annars gegn peningagreiðslum. 

Þá var hann ákærður fyrir brot gegn dreng á tímabilinu 1997-2010, þegar hann var 5-7 ára og frá þeim tíma og til 18 ára aldurs. Braut hann ítrekað og stundum oft í viku gegn drengnum kynferðislega. Lét hann drenginn hafa peninga, gjafir og áfengi er hann komst á unglingsár.

Var á reiki hvenær misnotkun drengsins hófst, sbr. vísun í ákæru að ofan, en dómurinn byggði því á því að maðurinn hefði misnotað drenginn kynferðislega frá því hann var 7 ára og til 10 ára aldurs og aftur frá því að hann var 14 ára og til 18 ára aldurs.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir að taka barnaníðsmyndir af drengnum en það þótti ekki sannað.

Stúlkan tengdist manninum þannig að hún er systurdóttir eiginkonu mannsins. Drengurinn gekk hins vegar í skóla með syni mannsins. Þess ber að geta að eiginkona mannsins skoraðist undan því að gefa skýrslu fyrir dómi.

Í niðurstöðu dómsins segir að það hafi verulega reynt á fórnarlömbin í málinu að bera vitni fyrir dómi. Maðurinn, sem hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, neitaði alfarið sök. Framburður fórnarlambanna þótti hins vegar afar trúverðugur auk þess sem vottorð sálfræðinga staðfestu misnotkunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert