Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði í dag fyrir hönd ríkisins lánasamning við Vaðlaheiðargöng hf. vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Upphæð lánsins er 8,7 milljarðar króna og með undirrituninni er fjármögnun verkefnisins tryggð, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Seinkun varð á undirritun samningsins en rúmir fimm mánuðir eru síðan Alþingi samþykkti lög sem heimiluðu ráðherra að undirrita samninginn.
Lánið er veitt á grundvelli laga nr. 48/2012 um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði og með samþykki ríkisábyrgðasjóðs.