Í ljósi viðvörunar um storm annað kvöld, sem Veðurstofan hefur sent á sér, vilja talsmenn Herjólfs benda farþegum á að fylgjast vel með fréttum af veðri á morgun, laugardag, sem og næstu daga. Núgildandi ölduspá gerir ráð fyrir mikilli ölduhæð síðdegis á morgun, allan sunnudag og fram eftir degi á mánudag.
Samkvæmt spánni eru verulegar líkur á því að gera þurfi breytingar á áætlun Baldurs, sem siglir nú milli lands og Eyja á meðan Herjólfur er í slipp. Ef gera þarf breytingar á áætlun verða sendar út tilkynningar á vefsíðunni www.herjolfur.is, facebook-síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpinu.
Baldur siglir ekki til Þorlákshafnar, aðeins um Landeyjahöfn.