Áhugasamir erlendir fjárfestar

Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare.
Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare. mbl.is

„Þetta lít­ur ágæt­lega út en enn er ekk­ert fast í hendi,“ seg­ir Gunn­ar Ármanns­son lög­fræðing­ur sem und­ir­búið hef­ur bygg­ingu sjúkra­húss og sjúkra­hót­els PrimaCare í Mos­fells­bæ til að gera liðskiptaaðgerðir á er­lend­um sjúk­ling­um.

Unnið hef­ur verið að und­ir­bún­ingi verk­efn­is­ins í nokk­ur ár. Tek­in hef­ur verið frá lóð á Leir­vogstungu­mel­um. Sjúkra­húsið verður sér­hæft í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum.

Áætlað er að upp­bygg­ing­in kosti um 20 millj­arða. Unnið hef­ur verið að fjár­mögn­un og gengið á ýmsu. Gunn­ar seg­ir að er­lend­ur fjár­fest­ir sem for­göngu­menn verk­efn­is­ins hafi unnið með í eitt og hálft ár telji sig geta fjár­magnað 75-85% af stofn­kostnaði. Hins veg­ar hafi reynst erfiðara að út­vega þau 15-25% sem upp á vant­ar en þau þurfa að koma fyrst inn og þeim fylg­ir mesta áhætt­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert