Höskuldur segist sáttur

Höskuldur á kjördæmaþinginu í dag.
Höskuldur á kjördæmaþinginu í dag. Vikudagur.is/Karl Eskil

„Ég sóttist eftir fyrsta sætinu en ég er samt sem áður sáttur við úrslitin. Ég vissi að það yrði við ramman reip að draga og erfitt að keppa við formann flokksins, en hlaut engu að síður dágóðan stuðning. Varðandi annað sætið, þá fékk ég mikinn og breiðan stuðning og er afskaplega þakklátur fyrir traustið,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, sem í dag beið lægri hlut í kosningu í fyrsta sætið á tvöföldu kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi við vefrit Vikudags, en þingið er haldið í Mývatnssveit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert