Vilborg Arna Gissurardóttir, sem er á leið á suðurpólinn, var komin með hita og flensueinkenni í gær en er hressari í dag. Segist hún því hafa tekið rólegan göngudag í dag.
Í nýjustu færslu Vilborgar Örnu á vefnum Lífsspor kemur fram að hún hafi haft áhyggjur af því að leggjast í rúmið en með aðstoð hitastillandi lyfja og góðra ráða frá lækni hafi hún verið hressari í morgun.
Mjög kalt er hjá Vilborgu í dag og þurfti hún að vera með grímu fyrir andlitinu á göngu dagsins en alls gekk hún 15,4 km á skíðum í dag.