Kosningu er lokið um sex efstu sæti á lista Framsóknarflokksins í NA-kjördæmi á tvöföldu kjördæmaþingi flokksins í kjördæminu sem fram fór í Mývatnssveit í dag.
Eins og mbl.is hefur greint frá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, efstur með afgerandi kosningu, 63%. Í öðru sæti varð Höskuldur Þ. Þórhallsson með 67% kosningu og í því þriðja varð Líneik Anna Sævarsdóttir með 58,8% kosningu.
Hér eru efstu sex sæti listans:
1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Reykjavík
2. Höskuldur Þór Þórhallsson, alþingismaður, Akureyri
3. Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri, Fáskrúðsfirði
4. Þórunn Egilsdóttir, oddviti, bóndi og verkefnisstjóri, Vopnafirði
5. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari, Húsavík
6. Guðmundur Gíslason, háskólanemi, Fljótsdalshéraði