Tvær fyrstu ferðir ferjunnar Baldurs milli lands og Eyja í dag, sunnudag, falla niður vegna ölduhæðar og vinds í Landeyjahöfn.
Varað hafði verið við því með fyrirvara að ölduspá liti illa út fyrir sunnudag og hafa þær spár nú gengið eftir. Hætt er við því á að ófært verði í allan dag um Landeyjahöfn samkvæmt upplýsingum frá Eimskip.
Klukkan sex í morgun var ölduhæð 4,9 metrar í Landeyjahöfn og meðalvindhraði 19 metrar á sekúndu. Á hádegi er búist við að ölduhæð verði svipuð en ögn minni, 4,7 metrar, en í kvöld ætti ölduhæð að vera komin niður í um 3,4 metra ef spár ganga eftir. Þá lægir vindinn einnig töluvert samkvæmt veðurspá.
Nánari upplýsingar verða gefnar um siglingar síðdegis klukkan 15 í dag.