Sinubruni við Hellu

Eld­ur kom upp í sinu í landi Árbakka í Rangárþingi ytra nú um ell­efu­leytið í morg­un. Slökkvilið Rangár­valla­sýslu hef­ur verið kallað út en að sögn varðstjóra er ekki tal­in mik­il hætta af eld­in­um.

„Þetta er nú ekki mikið, en er á leiðin­leg­um stað,“ seg­ir Guðni Krist­ins­son, varðstjóra í Slökkviliði Rangár­valla­sýslu. Sinu­brun­inn er í landi Árbakka, um 5-6 km ofan við Hellu, og standa hús ekki fjarri staðnum þar sem eld­ur­inn log­ar.

Guðni seg­ir hins veg­ar að vind­ur­inn standi frá bygg­ing­un­um og ætti eld­ur­inn því ekki að breiðast þangað. Aðspurður seg­ist hann telja að greiðlega muni ganga að ná stjórn á eld­in­um, en ekki er ljóst hvernig hann kviknaði. Slökkvilið er nú komið á staðinn með vatns­bíl og dælu­bíl.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert