Var á brattann að sækja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins. mbl.is

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að það hafi verið á brattann að sækja að bjóða sig fram gegn formanni flokksins í flokki þar sem formannshollusta er mikil. Aðspurður segir hann að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hafi ekki rætt saman eftir kjörið, einungis kastað kveðju hvor á annan. Hann á hins vegar von á því að þeir setjist niður fljótlega og fari yfir stöðuna.

Höskuldur segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi eftir að hafa fengið mikinn stuðning á kjördæmaþingi flokksins við Mývatn í gær. Höskuldur fékk 35% atkvæða í fyrsta sætið en Sigmundur Davíð 63%.

Hann segist hafa metið stöðu sína sterka hjá flokknum í kjördæminu sem hafi sýnt sig í kosningu um annað sætið þar sem hann fékk 67% atkvæða en fimm aðrir sóttust eftir öðru sæti á listanum.

Sex efstu sætin hjá Framsóknarflokknum í NA-kjördæmi:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Reykjavík

2. Höskuldur Þór Þórhallsson, alþingismaður, Akureyri

3. Líneik Anna Sævarsdóttir, skólastjóri, Fáskrúðsfirði

4. Þórunn Egilsdóttir, oddviti, bóndi og verkefnisstjóri, Vopnafirði

5. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari, Húsavík

6. Guðmundur Gíslason, háskólanemi, Fljótsdalshéraði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert