101 jörð með erlent eignarhald

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

101 jörð á Íslandi af 7.607 jörðum sem skráðar eru í fasteignaskrá eru með erlent eignarhald. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar um eignarhald bújarða.

Þessar rúmlega 100 jarðir eru 1,33% af öllum jörðum á Íslandi. 28 af þessum jörðum eru í eigu erlends einstaklings eða erlendra einstaklinga. Algengast er að þegar útlendingar eiga hlut í jörð hér á landi sé um að ræða blandað eignarhald einstaklinga með ýmist íslenskt eða erlent ríkisfang.

Svar við fyrirspurninni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert