Dagur spurninga dómara

Lárus Welding stendur, en við hlið hans eru lögmenn og …
Lárus Welding stendur, en við hlið hans eru lögmenn og svo Guðmundur Hjaltason á endanum. Styrmir Kári

Fyrsta degi af fjór­um er lokið. Aðalmeðferð í fyrsta al­vöru máli sér­staks sak­sókn­ara. Ekki aðeins und­ir­menn held­ur sjálf­ur banka­stjóri Glitn­is banka. Ákærður fyr­ir umboðssvik og á yfir höfði sér allt að sex ára fang­elsi. Hann og fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans. Fyrsti dag­ur­inn minnti um tíma á Baugs­málið.

Án þess að fara ná­kvæm­lega í ákæru máls­ins má lesa um hana hér, og svo má lesa um skýrslu­töku yfir Lár­usi Weld­ing frá því í morg­un hér, skýrslu Guðmund­ar Hjalta­son­ar hér og starfs­manns á alþjóðasviði bank­ans hér. Þá er það frá.

And­rúms­loftið var hvorki þrúg­andi né spennuþrungið í morg­un. Tölu­vert fleiri sátu í gesta­sæt­um en vana­lega en eins og geng­ur og ger­ist fækkaði þegar leið á dag­inn. Um klukk­an sjö í kvöld voru fáir eft­ir og seinni vakt Rík­is­út­varps­ins var orðin óþol­in­móð. Dómþingið dróst enda á lang­inn, átti að vera lokið klukk­an fjög­ur. En spurn­ing­arn­ar voru marg­ar, sum­ar komu mál­inu ekk­ert við og varla sum vitn­in.

At­hygl­is­vert var við dag­inn hversu mikið dóm­ar­arn­ir spurðu. Í mál­inu er fjöl­skipaður dóm­ur, Sím­on Sig­valda­son dóms­formaður og með hon­um Skúli Magnús­son héraðsdóm­ari og svo sér­fræðing­ur sem því miður var ekki kynnt­ur með nafni.

Það er nátt­úr­lega ekk­ert skemmti­legt við mál þar sem menn eru ákærðir og eiga yfir höfði fang­elsis­vist. En spurn­ing­ar dóm­ara fóru á köfl­um nokkuð út fyr­ir efni ákær­unn­ar og um tíma sner­ust þær aðallega um það hvernig starf­semi banka fór fram í fe­brú­ar 2008 og orðfærið inn­an bank­ans. Ekki verður dregið í efa að það sé gagn­legt við úr­lausn máls­ins. Það var alla vega gagn­legt fjöl­miðlamönn­um sem ekki kunna skil á slangri banka­manna eins og það birt­ist á loka­dög­um góðær­is­ins, þ.e. eins og góðærið blasti við lands­mönn­um.

Bara óheppi­leg bók­haldsmis­tök

Nú er málið auðvitað tölu­vert flókið en svo virðist sem rauði þráður­inn í því sé að lán sem átti að fara til Vafn­ings gerði það ekki og fór til Milest­one. Það var föstu­dag­inn 8. fe­brú­ar 2008. Leiðrétt­ing­ar voru svo gerðar mánu­dag­inn 12. fe­brú­ar og lánið var skráð eins og það hefði runnið til Vafn­ings.

Þarna seg­ir sér­stak­ur sak­sókn­ari að maðkur sé í mys­unni. Guðmund­ur og Lár­us segj­ast hins veg­ar hafa und­ir­ritað lána­samn­ing við Vafn­ing 8. fe­brú­ar og ekki bú­ist við öðru en að lánið myndi renna þangað, án þess að það hefði milli­lend­ingu hjá Milest­one.

Hvor­ug­ur þeirra gat hins veg­ar skýrt hvernig stóð á því að lán til Vafn­ing breytt­ist í pen­inga­markaðslán til Milest­one frá þeim tíma sem þeir skrifuðu und­ir skjöl­in, sem má slá sem föstu að hafi verið á milli kl. 12 og 14, miðað við skýrslu yfir Guðmundi fyr­ir dómi í morg­un, og þar til lánið fór út úr húsi rétt eft­ir klukk­an þrjú sama dag.

„Það virðist óvilj­andi hafa gerst að það vantaði nafn Vafn­ings í kerfi bank­ans og það hafi óvilj­andi gerst að greiðslan fór á Milest­one,“ sagði Lár­us.

Og Guðmund­ur sagði þetta ekki hafa skipt neinu máli. „Lánið var veitt Vafn­ingi á föstu­deg­in­um og borgað á mánu­deg­in­um. [...] Helstu skýr­ing­ar sem ég kann á því [að lánið hafi verið til Milest­one] er að eitt­hvað hafi komið upp á á síðustu stundu sem leiddi til þess að Milest­one tók lánið yfir, yfir helgi. Þetta hafi verið bók­halds­legt mál fyr­ir bank­ann, ekki lán til Milest­one, og eng­in áhætta fyr­ir bank­ann.“

Eng­inn þeirra tíu starfs­manna sem komu fyr­ir dóm­inn í dag gat sagt hvernig það gerðist að lánið til Vafn­ings varð að pen­inga­markaðsláni til Milest­one. Það var sama hvort þeir hafi skrifað greiðslu­fyr­ir­mæl­in á skjöl þess efn­is að pen­inga­markaðslánið var greitt. Nei, eng­inn gat sagt til um það hvernig það gerðist. Minnið brást eins og öll­um stjórn­ar­mönn­um Baugs forðum. Svona end­ur­tek­ur sag­an sig.

Morg­an gjald­felldi lánið

Fyr­ir þá sem lásu ekki ákær­una þá sneri málið að því að banda­ríski bank­inn Morg­an Stanley gjald­felldi lán fé­lags­ins Þátt­ar sem tengd­ist Milest­one nán­um bönd­um, þ.e. Milest­one var í ábyrgð fyr­ir skuld­um Þátt­ar og Morg­an Stanley var með hluta­bréf í Glitni að veði.

Greiða þurfti Morg­an Stanley fyr­ir klukk­an 15 föstu­dag­inn 8. fe­brú­ar 2008.

Áhættu­nefnd Glitn­is samþykkti að veita lán til Vafn­ings, nýs fé­lags, sem stóð fyr­ir utan Milest­one-sam­stæðuna. Í ákæru seg­ir að það hafi verið vegna þess að bank­inn hafi ekki getað lánað Milest­one frek­ari fjár­muni, en stjórn­end­ur bank­ans báru það til baka fyr­ir dómi. Sögðust vilja fá nýtt og hreint fé­lag í málið.

Skrifaði bara und­ir skjöl­in

Dóm­ar­ar spurðu Guðmund Hjalta­son hvers vegna hefði legið svona á ein­mitt þenn­an föstu­dag í fe­brú­ar. Hvort ekki hefði verið hægt að fá greiðslu­frest um nokkra daga, koma Vafn­ingi á kopp­inn og gera þetta með al­menni­leg­um hætti.

Guðmund­ur sagði það hins veg­ar ekki hafa gengið upp. Reynt hefði verið að fá greiðslu­frest en Morg­an Stanley hefði verið ósveigj­an­leg­ur og vildi fá greitt á þess­um til­tekna degi. Það hefði þá skýrt þenn­an hraða um­rædd­an dag.

Lár­us hins veg­ar fjar­lægði sig tölu­vert frá þeim skarkala sem fylgdi þessu máli. Sagðist hafa verið í Indlandi þegar þetta hófst, og und­ir­ritaði svo bara þau skjöl sem lögð voru fyr­ir hann. Hann hefði treyst því að verið væri að fylgja eft­ir ákvörðun áhættu­nefnd­ar bank­ans um samþykkt láns til Vafn­ings. Ekk­ert hefði verið rætt um lán til Milest­one þar.

Fjár­mála­stjór­inn treysti ekki Milest­one-mönn­um

Meðal þess sem gerðist við aðalmeðferðina í dag var að sak­sókn­ari spilaði upp­töku á sím­töl­um. Þannig var að öll sím­töl á ákveðnum sviðum Glitn­is voru tek­in upp. Þar á meðal var sím­tal fjár­mála­stjóra Glitn­is og for­stöðumanns deild­ar milli­banka­markaðar.

„Ég treysti ekki þess­ari Milest­one-fléttu,“ sagði fjár­mála­stjór­inn meðal ann­ars. „Þetta er skítaflétta,“ sagði for­stöðumaður­inn og fjár­mála­stjór­inn end­ur­tók: „Þetta er skítaflétta.“ Traust­leysið kom vegna þess að Glitn­ir þurfti að standa skil á stór­um gjald­daga 22. fe­brú­ar. Ef fjár­magn hefði vantað þá var ekki að spyrja að leiks­lok­um, sem reynd­ar voru svo í sept­em­ber. En það er önn­ur saga.

Þeir komu nátt­úr­lega báðir fyr­ir dóm­inn í dag, fjár­mála­stjór­inn og for­stöðumaður­inn, og voru beðnir um að skýra það sem þeir sögðu. Fjár­mál­s­tjór­inn sagði erfitt að út­skýra orð sín. Hann hefði bara tekið und­ir orðin. „En þetta var svo­lítið snúið fyr­ir bank­ann að veita út­lán á þess­um tíma og fá inn­lán á sama tíma.“

Með inn­lán­um á sama tíma vís­ar hann í fléttu sem fólst í því að sænskt fé­lag Milest­one flutti fjár­magn inn í Glitni til að jafna það sem fór út úr bank­an­um, sök­um þess hversu viðkvæmt ástandið var á fjár­mála­mörkuðum. Það fé var hins veg­ar ekki komið inn á reikn­inga Glitn­is þegar pen­inga­markaðslánið var veitt Milest­one.

Þá sagðist fjár­mála­stjór­inn ekki treysta „Þess­um Milest­one-mönn­um“ og var spurður út í það. Hann sagði þá erfitt að leggja túlk­un í orð sem hann hafði uppi fyr­ir fimm árum. Rifjaði svo upp aðdrag­anda þess­ara viðskipta og sagði að stund­um þyrfti að velja ill­skásta kost­inn þó hann væri manni ekki þókn­an­leg­ur.

Starfs­menn gáfu aldrei skýrslu hjá sér­stök­um

Aðalmeðferð í mál­inu held­ur áfram á morg­un og hefst á skýrslu­töku yfir full­trúa fé­lags Milest­one í Svíþjóð sem flytja átti fé til Glitn­is sem inn­lán til að vega upp á móti út­flæði af reikn­ingi bank­ans.

Þannig það sé tekið sam­an þá eru tíu vitni búin að koma fyr­ir dóm­inn, tólf með ákærðu, og talað var um að þrjá­tíu vitni væru á vitna­lista. Áhuga­vert verður að sjá hvernig geng­ur með skýrslu­tök­ur á morg­un og hvort það tak­ist að halda áætl­un, sem gekk alls ekki í dag. 

Reynd­ar má benda á at­huga­semd­ir verj­enda sem lúta að því að skýrsla hafi ekki verið tek­in af starfs­mönn­um Glitn­is áður. Og það átti við um mörg þeirra vitna sem gáfu skýrslu í dag. Það voru starfs­menn sem komu mjög ná­lægt þess­um gjörn­ing­um og vakti verj­andi Guðmund­ar sér­stak­lega at­hygli á því og sagði að það hlyti að koma til skoðunar.

Áætlaðir eru fjór­ir dag­ar í aðalmeðferðina sem gert er ráð fyr­ir að ljúki á föstu­dag.

Hólmsteinn Gauti, saksóknari sérstaks sakóknara í skikkjunni, og aðstoðarmenn hans.
Hólm­steinn Gauti, sak­sókn­ari sér­staks sakókn­ara í skikkj­unni, og aðstoðar­menn hans. Styrm­ir Kári
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert