Sala eigna gangi upp í skuldir

Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Ragnheiður Ríkharðsdóttir mbl.is/Eyþór Árnason

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi á Alþingi í dag að ríkisstjórnin ætlaði að nota fjármuni sem fást með sölu eigna í fjárfestingar. Þessa fjármuni ætti að nota í að lækka skuldir ríkissjóðs.

Ragnheiður sagði að skuldir ríkissjóðs væru gríðarlega miklar og á þeim vanda yrði að taka. Hún sagðist harma það að ríkisstjórnin hefði smátt og smátt horfið frá markmiðum sem hún hefði sett sér árið 2009 um jöfnuð í ríkisfjármálum. Hún sagðist telja að þegar horft væri til ýmissa veikleika í fjárlagagerðinni væri ólíklegt að markmið um frumjöfnuð á fjárlögum og heildarjöfnuð næðust á næsta ári.

Ragnheiður sagði að ekki ætti að nota fjármuni sem fengjust af sölu eigna ríkisins í neitt annað en að lækka skuldir ríkissjóðs. Hún sagði að sumt í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar fæli í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð síðar meir. Hún sagðist ekki geta flokkað slíkt undir fjárfestingar.

Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið stendur nú yfir á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert