„Strandaði á Framtakssjóðnum“

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að meginástæðan fyrir því að ekkert verður að byggingu álkaplaverksmiðju á Seyðisfirði sé sú að Framtakssjóður Íslands hafi ekki verið tilbúinnl að leggja fé í félagið.

Þetta kom fram í svari Steingríms við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, en tilefni fyrirspurnarinnar er frétt RÚV í hádeginu um að ekkert yrði að byggingu álkapalverksmiðju á Seyðisfirði.

Verksmiðjunni var ætlað að skapa 35 til 50 varanleg störf. Verksmiðjan sem var í Noregi hefur nú verið seld annað.

Sigfinnur Mikaelsson, sem stýrði verkefninu á Seyðisfirði, sagði í samtali við RÚV að allir útreikningar hefðu sýnt fram á arðbærni verkefnisins. Byggðastofnun hefði litist vel á en skort fé og kallað hefði verið eftir pólitískri ákvörðun.

Steingrímur sagði á Alþingi í dag að ekkert hefði skort á stuðning Byggðastofnunar við verkefnið. Stofnunin hefði ætlað að koma að málinu í gegnum fjárfestingasjóð með Síldarverksmiðjunni. Eftir að Framtakssjóður lífeyrissjóðanna hefði ákveðið að vera ekki með hefði verkefnið strandað og í reynd aldrei komist á skrið eftir það.

Sigmundur Davíð sagði að Framtakssjóðurinn hefði verið vægast sagt passasamur við fjárfestingar í nýjum fyrirtækjum. Steingrímur J. sagðist geta tekið undir að Framtakssjóðurinn hefði verið íhaldssamur þegar kæmi að fjárfestingum á landsbyggðinni. Hér hefði verið kjörið tækifæri fyrir sjóðinn að afsanna að hann yrði ekki viljugur til fjárfestinga úti um landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert