Hefðu selt bréf í Glitni um leið

Morgan Stanley.
Morgan Stanley. AFP

Morgan Stanley hefði selt hlultabréf í Glitni til að fá upp í lán Þáttar ef Glitnir hefði ekki greitt það upp. Þeir hefðu gert það eins hratt og mögulegt væri, jafnvel þó að tap yrði af því. Þetta sagði fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Morgan Stanley fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Hér má lesa um skýrslutökur í gær, ákæruna í málinu og fleira því tengt.

Aðalmeðferð yfir þeim Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni heldur í áfram og í morgun var tekin skýrsla af Sigurði Arngrímssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Morgan Stanley, sem var tengiliður við Milestone. Hann sagði þá ákvörðun að loka láni Þáttar, sem Milestone var í ábyrgð fyrir, hafi ekki verið hans, Morgan Stanley hafi verið stressaður yfir umhverfinu á Íslandi í byrjun árs 2008.

„Við vorum ekki eini bankinn sem hafði áhyggjur af Íslandi. [...] Menn höfðu áhyggur af umhverfinu hérna og ekki aðeins hérna heldur víða. [...] Þetta sneri því að landinu í heild, frekar en Þætti sérstaklega,“ sagði Sigurður.

Veð fyrir láninu voru hlutabréf í Glitni en því hefur verið borið við að Glitnir hafi lánað til uppgreiðslu lánsins svo að Morgan Stanley myndi ekki eignast bréfin og selja þau, með tilheyrandi lækkun á bréfum í Glitni. Þetta staðfesti Sigurður. „Við hefðum selt hlutabréfin í Glitni til að fá upp í lánið. Hefðum selt þau eins hratt og mögulegt væri, jafnvel þó að það hefði leitt til taps hjá okkur.“

Hann sagðist hafa rætt þetta við Guðmund Hjaltason og Lárus Welding, enda engin önnur leið til að greiða lánið en að selja bréfin sem voru til tryggingar.

Aðalmeðferðin heldur áfram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert