Í nýlegri PISA-könnun OECD, sem náði meðal annars til Íslands kom í ljós að yfir 40% ungmenna hérlendis hafa hug á háskólagráðu.
Af getumeiri nemendum hyggja um 10% ekki í háskóla en af þeim getuminni hafa rúmlega 20% væntingar um háskólanám.
Í umfjöllun um mal þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hvatt er til þess að ríki á borð við Ísland hugi betur að staðsetningu skóla og að því að virða betur verðleika nemenda fremur en bakgrunn, en einnig að betri undirbúningi fyrir vinnumarkaðinn.