Kurteisi

Sigríður Ólafsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir

„Þá er nú svo komið að skrípa­læt­in á alþingi hafa náð há­marki. Tveir þing­menn gripu óbeint fram í fyr­ir öðrum þing­manni með því að ganga fram fyr­ir ræðustól með árituð ádeilu­spjöld í hans garð í fang­inu, bein­andi þeim að mynda­vél­um sjón­varps,“ seg­ir Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, sauðfjár­bóndi í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Seg­ir Sig­ríður m.a. í grein sinni að ný­verið hafi heyrst frétt­ir af alþing­is­mönn­um sem sátu skríkj­andi og fliss­andi á aft­asta bekk eins og tán­ing­ar á horm­ónaflippi, í tíma sem þeim finnst leiðin­leg­ur, á síðasta degi fyr­ir sum­ar­frí. „Ein­hvers staðar las ég að fyrr­nefnd spjöld hefðu átt að vera fynd­in en ég sel það ekki dýr­ara en ég keypti það. Hins veg­ar finnst mér ekki ósenni­legt að börn sem stunda sand­kassa­leiki í leik­skól­um lands­ins myndu aldrei láta sér detta slíkt í hug.“

Loka­orð sauðfjár­bónd­ans eru þessi: „Það er á okk­ar ábyrgð að hleypa ekki fólki áfram sem hef­ur eng­ar lausn­ir fram að færa held­ur aðeins skít­kast í garð ná­ung­ans. Það er á okk­ar ábyrgð að kjósa fólk sem sýn­ir al­menna kurt­eisi og virðingu gagn­vart sam­lönd­um sín­um og það er á okk­ar ábyrgð að kjósa fólk sem hef­ur eitt­hvað annað til lands­mál­anna að leggja en per­sónu­leg­ar móðgan­ir í garð keppi­nauta sinna.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert